Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chris Brazell tekur við starfi Hauks Páls hjá Val (Staðfest)
Nýr aðstoðarþjálfari Vals.
Nýr aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var hluti af þjálfarateyminu í sumar.
Var hluti af þjálfarateyminu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tilkynnti í dag að Christopher Brazell væri orðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félagiu. Hann var ráðinn til félagsins fyrr á þessu ári og kom þá inn sem afreksþjálfari. Hann verður aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar sem var ráðinn til félagsins fyrr í þessum mánuði. Hermann tók við þjálfarastarfinu af Srdjan Tufegdzic og Chris tekur við starfinu af Hauki Páli Sigurðssyni.

Chris kom til Vals eftir að hafa verið hjá Gróttu, bæði sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. Hann er 33 ára Englendingur sem er með UEFA Pro þjálfaragráðuna og er einn yngsti þjálfarinn til að fá þá gráðu.

Tilkynning Vals
Chris kemur inn í þjálfarateymið með verulega reynslu, sérþekkingu og hæfni sem mun styrkja liðið til framtíðar.

Chris hefur þegar haft umtalsverð áhrif innan félagsins frá því hann kom til okkar í janúar á þessu ári. Á skömmum tíma hefur hann skapað sér orðspor innan Vals sem faglegur, metnaðarfullur og framsækinn þjálfari sem leggur mikla áherslu á þróun leikmanna og gæði í allri þjálfun úti á vellinum.

Chris, 33 ára, hefur lokið UEFA Pro Licence þjálfaragráðu hjá enska knattspyrnusambandinu og er einn yngsti þjálfarinn til að fá þá gráðu.

Hann býr yfir fjölbreyttri reynslu úr þjálfun og þróun leikmanna; hefur verið aðalþjálfari, aðstoðarþjálfari og yfirmaður unglingastarfs hjá Gróttu, auk þess sem hann hefur gegnt fjölmörgum hlutverkum hjá Norwich City á Englandi. Þá hefur Chris einnig starfað hjá stórliðum á borð við FC Köln og Borussia Dortmund í Þýskalandi í tengslum við þróunarverkefni.

„Við erum mjög ánægð með að fá Chris inn í teymið hjá meistaraflokki karla. Frá því hann kom til félagsins á síðasta tímabili hafa leikmenn, þjálfarar og lykilaðilar í kringum liðið séð þau gæði sem hann býr yfir. Hann hefur sýnt seiglu og auðmýkt í erfiðum aðstæðum – eiginleikar sem skipta öllu máli í vegferð hvers þjálfara. Þjálfunarhæfni hans, ástríða fyrir leiknum og jákvætt viðmót munu nýtast bæði leikmönnum og þjálfurum félagsins. Ráðning hans undirstrikar áherslur okkar á skýrum leikstíl, gæðum í þjálfun og markvissri leikmannaþróun – jafnt hjá reynslumiklum leikmönnum sem og yngri,“ segir Gareth Owen, tæknilegur ráðgjafi Vals.
Athugasemdir
banner