Þrír fyrrum leikmenn Keflavíkur, þeir Rúnar Ingi Eysteinsson, Valur Þór Hákonarson og Stefán Jón Friðriksson, æfa, samkvæmt heimildum Fóbolta.net, með Grindavík þessa dagana.
Keflavík fór upp úr Lengjudeildinni í sumar og Grindavík endaði í 10. sæti.
Keflavík fór upp úr Lengjudeildinni í sumar og Grindavík endaði í 10. sæti.
Rúnar Ingi lék með Þrótti Vogum í suamr að láni frá Keflavík og skoraði tólf mörk í 22 leikjum í 2. deild. Hann endaði sem þriðji markahæsti leikmaður 2. deildar. Rúnar er 22 ára framherji sem uppalinn er hjá Breiðabliki en fór í Keflavík fyrir tímabilið 2024 frá Augnagliki. Samningur hans við Keflavík er runninn út.
Stefán Jón er fæddur árið 2004 og kom við sögu í 18 af 25 deildarleikjum Keflavíkur í sumar og skoraði tvö mörk. Hann er miðjumaður sem er með skráðan samning við Keflavík út næsta ár. Hann er uppalinn hjá Keflavík en lék tímabilið 2023 með Þrótti Vogum.
Valur Þór er sömuleiðis fæddur 2004, hann er sóknarmaður sem lék með Víði á láni seinni hluta sumars. Hann lék 21 leik með Keflavík tímabilið 2024 og skoraði þrjú mörk. Hann hefur einnig leikið með Þrótti Vogum. Hann rifti samningi sínum við Keflavík í byrjun þessa mánaðar.
Athugasemdir




