Þýska ungstirnið Lennart Karl skoraði annan byrjunarliðsleikinn í röð með Bayern München í Meistaradeild Evrópu í gær og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.
Karl er aðeins 17 ára gamall en hefur komið með stormi inn í lið Bæjara á þessari leiktíð.
Hann skoraði eina mark liðsins í 3-1 tapinu gegn Arsenal í gær sem var annað mark hans í öðrum byrjunarliðsleiknum í Meistaradeildinni.
Þjóðverjinn er sá yngsti í sögu Meistaradeildarinnar til að ná þessu í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjunum.
Karl hefur komið að sex mörkum í fimmtán leikjum með Bayern á þessari leiktíð.
17 & 277 – Lennart Karl is the youngest player in UEFA Champions League history to score in each of his first two starts (17 years, 277 days). Elite. pic.twitter.com/hYYIEmEp45
— OptaFranz (@OptaFranz) November 26, 2025
Athugasemdir



