Í Hamri, sem spilar í 4. deild, eru tveir efnilegir leikmenn sem félög í Bestu deildinni hafa augastað á. Þeir eru orðaðir við Stjörnuna og fleiri félög.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net munu þeir færa sig um set í vetur og fara báðir frá Hamri. Samningar þeirra renna út í lok árs.
Markús Andri Daníelsson Martin þykir gríðarlegt efni en hann er fæddur árið 2010. Eldri bróðir hans, Ísak Sindri, er fæddur árið 2008.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net munu þeir færa sig um set í vetur og fara báðir frá Hamri. Samningar þeirra renna út í lok árs.
Markús Andri Daníelsson Martin þykir gríðarlegt efni en hann er fæddur árið 2010. Eldri bróðir hans, Ísak Sindri, er fæddur árið 2008.
Markús kom við sögu í 15 leikjum í 4. deild í sumar og hefur þegar spilað fjórtán leiki með yngri landsliðunum, þar af fimm með U17.
Bræðurnir voru á meðal fjögurra Hvergerðinga sem fóru til æfinga hjá norska félaginu Sandefjord fyrr á þessu ári.
Athugasemdir


