Viktor Bjarki Daðason setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu er hann skoraði í 3-2 sigri FCK á Kairat Kalmaty í fimmtu umferð deildarkeppninnar í kvöld.
Framherjinn skoraði annað Meistaradeildarmark sitt á tímabilinu með skalla af stuttu færi á 26. mínútu.
Þessi 17 ára gamli Framari er yngsti leikmaður í sögu keppninnar til þess að skora í tveimur leikjum eða meira í deildarkeppninni. Það gerist ekki mikið stærra en það að Íslendingur eigi met í Meistaradeildinni og framtíðin gríðarlega björt hjá Viktori.
Lamine Yamal, leikmaður Barcelona átti metið, og ekki amalegt hjá Viktori að ræna því af einni skærustu stjörnu heimsins.
FCK bætti við öðru marki á 59. mínútu er Jordan Larsson skoraði úr vítaspyrnu og þá gerði Robert þriðja markið fyrir utan teig um það bil stundarfjórðungi síðar.
Gestirnir í Kairat klóruðu í bakkann á lokamínútunum með tveimur mörkum en lengra komust þeir ekki.
Þetta var fyrsti sigur FCK sem er í 29. sæti deildarkeppninnar með 4 stig.
Kýpverska liðið Pafos náði þá ótrúlegu 2-2 jafntefli gegn Mónakó í Kýpur.
Takumi Minamino kom Mónakó yfir snemma leiks en brasilíski reynsluboltinn David Luiz jafnaði nokkrum mínútum síðar.
Folarin Balogun kom Mónakó aftur í forystu eftir tæpan hálftíma og hélt liðið í þá forystu fram að 88. mínútu er Mohammed Salisu varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Gott stig hjá Pafos sem er með 6 stig í 23. sæti en Mónakó einu sæti ofar með jafnmörg stig en betri markatölu.
FC Kobenhavn 3 - 2 Kairat
1-0 Viktor Dadason ('26 )
2-0 Jordan Larsson ('59 , víti)
3-0 Robert ('73 )
3-1 Dastan Satpaev ('81 )
3-2 Olzhas Baybek ('90 )
Pafos FC 2 - 2 Monaco
0-1 Takumi Minamino ('5 )
1-1 David Luiz ('18 )
1-2 Folarin Balogun ('26 )
2-2 Mohammed Salisu ('88 , sjálfsmark)
Athugasemdir




