Donyell Malen var hetja Aston Villa í 2-1 sigri liðsins á Young Boys í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hákon Arnar Haraldsson lagði þá upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Lille á Dinamo Zagreb.
Hollendingurinn skoraði bæði mörk Villa-manna í leiknum en fyrra markið gerði hann á 27. mínútu.
Youri Tielemans kom með frábæra fyrirgjöf frá hægri inn á teiginn á Malen sem stangaði boltann í netið. Malen hljóp að hornfána til að fagna markinu, en meiddist lítillega í fögnuðinum vegna óláta í stuðningsmönnum Young Boys sem köstuðu aðskotahlutum í höfuð hans.
Malen skoraði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks er hann lék á varnarmann og þrumaði boltanum í netið. Frábær leið til að svara stuðningsmönnum gestanna.
Joel Monteiro tókst að minnka muninn fyrir Young Boys undir lokin en það reyndist of seint og voru það Villa-menn sem báru sigur úr býtum.
Fjórði sigur Aston Villa staðreynd sem er í öðru sæti með 12 stig eftir fimm leiki.
Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna hjá Midtjylland sem tapaði fyrir Roma, 2-1, í Róm.
Neil Alanouyi skoraði frábært mark á 7. mínútu með viðstöðulausu skoti úr teignum og gerði Stephan El Shaarawy annað markið á lokamínútum leiksins.
Paulinho minnkaði muninn nokkrum mínútum síðar en lengra komust dönsku meistararnir ekki. Midtjylland er þrátt fyrir tapið áfram á toppnum með 12 stig.
Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann náðu í ótrúlegt 1-1 jafntefli gegn PAOK í Thessaloniki.
Emil Kornvig, sem klúðraði vítaspyrnu snemma í leiknum, bjargaði stigi fyrir Brann undir lok leiks. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann en var skipt af velli í síðari hálfleiknum.
Brann er í 14. sæti með 8 stig og á góðan möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina.
Hákon Arnar Haraldsson lagði upp tvö mörk fyrir Lille sem vann öruggan 4-0 sigur á Dinamo Zagreb.
Landsliðsmaðurinn lagði upp fyrsta mark Lille fyrir Felix Correia á 21. mínútu og þriðja markið fyrir Hamza Igamane tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Hákon hefur nú komið að þremur mörkum í fimm leikjum með Lille í Evrópudeildinni á tímabilinu en Lille er í 7. sæti með 9 stig eftir fimm leiki.
Feyenoord 1 - 3 Celtic
1-0 Ayase Ueda ('11 )
1-1 Yang Hyun-Jun ('31 )
1-2 Reo Hatate ('43 )
1-3 Benjamin Nygren ('82 )
PAOK 1 - 1 SK Brann
0-0 Emil Kornvig ('18 , Misnotað víti)
1-0 Luka Ivanusec ('64 )
1-1 Emil Kornvig ('89 )
Ludogorets 3 - 2 Celta
1-0 Petar Stanic ('11 , víti)
2-0 Petar Stanic ('49 )
3-0 Petar Stanic ('62 , víti)
3-1 Pablo Duran ('70 )
3-2 Jones El-Abdellaoui ('90 )
Fenerbahce 1 - 1 Ferencvaros
0-1 Barnabas Varga ('66 )
1-1 Anderson Talisca ('69 )
Rautt spjald: Jhon Duran, Fenerbahce ('90)
Roma 2 - 1 Midtjylland
1-0 Neil El Aynaoui ('7 )
2-0 Stephan El Shaarawy ('83 )
2-1 Paulinho ('87 )
Lille 4 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Felix Correia ('21 )
2-0 Ngalayel Mukau ('36 )
3-0 Hamza Igamane ('69 )
4-0 Benjamin Andre ('86 )
Plzen 0 - 0 Freiburg
Porto 3 - 0 Nice
1-0 Gabriel Veiga ('1 )
2-0 Gabriel Veiga ('33 )
3-0 Samu Aghehowa ('61 , víti)
Aston Villa 2 - 1 Young Boys
1-0 Donyell Malen ('27 )
2-0 Donyell Malen ('42 )
2-1 Joel Monteiro ('90 )
Evrópudeild UEFA
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir


