Íslendingalið Álasunds er komið áfram í umspili um sæti í efstu deild í Noregi eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Egersund í kvöld.
Davíð Snær Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson byrjuðu báðir á bekknum hjá Álasundi sem hafnaði í 4. sæti B-deildarinnar á tímabilinu.
Það fór beint í umspilið og hefur nú tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn.
Davíð kom inn af bekknum á 77. mínútu þegar staðan var 1-0 fyrir Egersund þegar lítið var eftir en þá jafnaði Álasund og í framlengingunni komu tvö mörk til viðbótar.
Frederik Heiselberg kom Álasundi í 2-1 á þriðju mínútu í framlengingu áður en Davíð gulltryggði sigurinn undir lok síðari hluta framlengingarinnar.
Álasund mun mæta Kongsvinger í úrslitum B-deildarumspilsins en sigurvegarinn úr leiknum mun mæta Bryne, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar, í einvígi um sæti í efstu deild.
Athugasemdir


