Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jó leystur undan samningi (Staðfest)
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Aron Jóhannsson hefur verið leystur undan samningi hjá Val og er honum nú frjálst að semja við annað félag. Valur greinir frá tíðindinum með tilkynningu.

Aron, sem er 35 ára sóknarsinnaður miðjumaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Hann lék framan af á ferlinum sem framherji en spilaði yfirleitt aðeins aftar hjá Val.

Hann kom til félagsins frá Lech Poznan haustið 2021 og var því hjá félaginu í fjögur tímabil. Hann lék sem atvinnumaður í rúman áratug, fyrst hjá AGF í Danmörku, svo AZ í Hollandi, var hjá Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og loks Lech Poznan í Póllandi. Hann lék á sínum tíma 10 leiki með U21 landsliði Íslands, 19 A-landsleiki fyrir Bandaríkin og spilaði á HM 2014.

Tilkynning Vals
Stjórn Knattspyrnudeildar Vals hefur leyst Aron Jóhannsson leikmann félagsins undan starfsskyldum sínum og er honum nú frjálst að semja við annað félag.

Aron lék alls 76 leiki í efstu deild fyrir Val og skoraði í þeim 19 mörk.

Við þökkum Aroni fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis á nýjum vettvangi.
Athugasemdir
banner