Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 17:07
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Villa gegn Young Boys: Sjö breytingar
Tielemans er fyrirliði.
Tielemans er fyrirliði.
Mynd: EPA
Aston Villa tekur á móti Young Boys frá Sviss á Villa-Park klukkan 17:45 en um er að ræða leik í Evrópudeildinni. Aston Villa er í sjötta sæti deildarinnar en Young Boys í 22. sæti.

Aston Villa gerir sjö breytingar frá liðinu sem vann Leeds um helgina. Victor Lindelöf, Ian Maatsen, Lamare Bogarde, Amadou Onana, Jadon Sancho, Evann Guessand og Donyell Malen koma allir inn í liðið.

John McGinn er meðal varamanna svo Youri Tielemans er með fyrirliðabandið.

Byrjunarlið Aston Villa: Emi Martínez; Bogarde, Lindelof, Pau Torres, Maatsen; Rogers, Onana, Tielemans, Guessand; Malen, Sancho.

Byrjunarlið Young Boys: Keller; Janko, Zoukrou, Benito, Hadjam; Raveloson, Lauper; Males, Pech, Fassnacht; Córdova.
Athugasemdir
banner