Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 10:29
Elvar Geir Magnússon
Newcastle kvartar undan frönsku lögreglunni
Franskir lögreglumenn.
Franskir lögreglumenn.
Mynd: EPA
Newcastle United hefur ákveðið að kvarta undan meðferð lögreglu eftir tap liðsins gegn Marseille í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Newcastle segir að lögreglan hafi verið með óþarfa hörku og óhóflega valdbeitingu við stuðningsmenn liðsins.

Kvörtunin verður send til UEFA, Marseille og frönsku lögreglunnar.

Lögreglan er sökuð um að hafa ráðist að stuðningsmönnum handahófskennt og notað piparúða, kyldur og skildi.

Öryggisverðir og starfsfólk Newcastle fylgdust með því sem átti sér stað eftir leikinn og hafa gefið skýrslu um málið.
Athugasemdir
banner