Nottingham Forest ætlar ekki að selja sinn eftirsóttasta leikmann, Crystal Palace hefur áhuga á leikmanni Newcastle og Chelsea ræðir við umboðsmenn Maignan. Þetta og mikið fleira í slúðurpakka dagsins.
Nottingham Forest er ákveðið í að halda í miðjumanninn Elliot Anderson (23) og mun hafna öllum tilboðum sem beras í hann í janúarglugganum. (Mail)
Manchester United er eitt af þeim félögum sem er orðað við Anderson og hugsar hann sem möguleika í vængbakvörðinn og einnig á miðsvæðið. (ESPN)
Tottenham vill fá spænska sóknarmanninn Samu Aghehowa (21) frá Porto en Arsenal og Chelsea hafa einnig áhuga. (Caught Offside)
Crystal Palace íhugar að gera tilboð í janúar í enska miðjumanninn Joe Willock (26) hjá Newcastle United. Newcastle gæti neyðst til að selja þar sem félagið vill fá hollenska miðjumanninn Kees Smit (19) frá AZ Alkmaar. (Telegraph)
West Ham leiðir kapphlaupið um Promise David (24) hjá Union Saint-Gilloise í janúar. Wolves og Leeds hafa einnig áhuga á kanadíska sóknarmanninum. (Teamtalk)
Chelsea er aftur komið í samtal við umboðsmenn Mike Maignan (30) eftir að hafa fengið þær upplýsingar að franski markvörðurinn ætli sér ekki að framlengja samning sinn við AC Milan. (Sky Sport)
Danski markvörðurinn Filip Jörgensen (23) gæti verið losaður frá Chelsea til að skapa pláss fyrir komu Maignan eða annars markvarðar. (Football Insider)
Umboðsmaður brasilíska framherjans Estevao Willian (18) segir að leikmaðurinn hafi verið boðinn til Barcelona áður en hann gekk í raðir Chelsea en vegna fjárhagsstöðu Börsunga hafi þeir ekki getað fengið hann. (Cadena Ser)
Julian Alvarez (25), sóknarmaður Atletico Madrid, hefur verið orðaður við ýmis félög en forseti spænska félagsins segir að Argentínumaðurinn vilji vera áfram. (Mundo Deportivo)
Mike Ashley, fyrrum eigandi Newcastle, gerði misheppnað tilboð í Sheffield Wednesday en það er töluvert frá öðrum tilboðum sem hafa borist. (TalkSport)
Athugasemdir




