Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   mið 26. nóvember 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Gibbs-White ekki með gegn Malmö
Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White.
Mynd: EPA
Sean Dyche, stjóri Nottingham Forest, hefur staðfest að Morgan Gibbs-White muni missa af Evrópudeildarleiknum gegn Malmö á morgun.

Gibbs-White er algjör lykilmaður hjá Foest og hefur skorað í þremur síðustu úrvalsdeildarleikjum; þar á meðal í sigrinum magnaða á Anfield um síðustu helgi.

Þá hefur Gibbs-White einnig skinið í Evrópu og hefur komið að þremur mörkum í fjórum Evrópudeildarleikjum á þessu tímabili.

Ekki eru miklar upplýsingar um meiðsli Gibbs-White en Dyche segist vonast til að endurheimta hann bráðlega.

Chris Wood, Oleksandr Zinchenko, Dilane Bakwa og Ola Aina eru einnig fjarri góðu gamni.

Forest er aðeins með einn sigur eftir fjóra Evrópudeildarleiki.
Athugasemdir
banner