Framarinn Viktor Bjarki Daðason skoraði annað Meistaradeildarmark sitt fyrir FCK er hann kom liðinu í 1-0 gegn Kairat Almaty í kvöld.
Í síðasta mánuði varð hann þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar og er hann bara rétt að byrja.
Hann er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppninni í kvöld og skoraði annað Meistaradeildarmark sitt á 26. mínútu er hann stangaði boltann af stuttu færi í netið.
Draumabyrjun Viktors sem hefur komið að fimm mörkum með aðalliðinu á tímabilinu og rétt að minna á það að hann er aðeins 17 ára gamall!
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Athugasemdir




