Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Blikar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins
Blikar tóku stig af toppliðinu
Blikar tóku stig af toppliðinu
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Breiðablik 2 - 2 Samsunspor
1-0 Davíð Ingvarsson ('6 )
1-1 Marius Mouandilmadji ('20 )
1-2 Marius Mouandilmadji ('55 )
2-2 Kristófer Ingi Kristinsson ('72 )
Lestu um leikinn

Breiðablik varð fyrsta liðið til að taka stig af toppliði Samsunspor í 4. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld.

Samsunspor, með Loga Tómasson innanborðs, hafði unnið alla þrjá leiki sína í keppninni fram að þessum leik á meðan Blikar höfðu aðeins náð í eitt stig.

Blikar gátu ekki beðið um betri byrjun. Ágúst Orri Þorsteinsson gerði vel á hægri vængnum, kom honum fyrir markið og inn á Davíð Ingvarsson sem kom Blikum í óvænta forystu.

Næstu mínútur á eftir þurfti Anton Ari Einarsson að taka á stóra sínum í nokkur skipti, en kom engum vörnum við þegar Marius Mouandilmadji jafnaði metin.

Hann fékk stungusendingu á milli varnarmanna og skoraði með föstu skoti framhjá Antoni.

Blikar litu mjög vel út í fyrri hálfleiknum og var mark Davíðs það fyrsta sem Samsunspor fær á sig í keppninni, en dramatíkinni var hvergi nærri lokið.

Marius var aftur sendur í gegn á 55. mínútu og aftur skoraði hann framhjá Antoni.

Samsunspor gat vel tvöfaldað forystuna en nýtti ekki færin og þegar um það bil tuttugu mínútur skoraði Kristófer Ingi Kristinsson óvænt jöfnunarmark aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á.

Óli Valur Ómarsson átti laglegan undirbúning að markinu, labbaði framhjá nokkrum leikmönnum áður en hann lagði hann inn á Kristófer sem átti kraftlaust skot sem lak einhvern veginn í stöng og inn.

Undir lokin gat Marius vel fullkomnað þrennuna og þá fengu Blikar líka færin til þess að skora sigurmark, en það kom aldrei og voru það Blikar sem fóru brosandi úr þessu einvígi enda fyrsta liðið til að skora og taka stig af Loga og félögum.

Logi var í byrjunarliði Samsunspor en var skipt af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Blikar eru í 32. sæti með 2 stig eftir fjóra leiki en Samsunspor heldur toppsætinu með 10 stig.
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner