Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 22:59
Elvar Geir Magnússon
Afleitar einkunnir Liverpool - Van Dijk og Slot lægstir
Viðbrögð Dominik Szoboszlai eftir að Liverpool fékk á sig fjórða markið.
Viðbrögð Dominik Szoboszlai eftir að Liverpool fékk á sig fjórða markið.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Slæmt gengi Liverpool ætlar engan enda að taka en liðið fékk niðurlægjandi skell 1-4 gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld.

Nokkrum dögum eftir skellinn gegn Nottingham Forest kom þessi skelfilega frammistaða en Liverpool féll niður í tólfta sæti Meistaradeildarinnar.

Lewis Steele hjá Daily Mail sá um einkunnagjöf blaðsins en þar voru það varnarmaðurinn Virgil van Dijk og stjórinn Arne Slot sem voru lægstir, með aðeins 3 af 10.

„Fékk á sig kjánalega vítaspyrnu fyrir hendi – yfir hverju í ósköpunum var hann að kvarta? – og fékk svo gult spjald fyrir óþarfa tæklingu. Besti varnarmaður í heimi en er ekki að spila þannig," skrifaði Steele um frammistöðu Van Dijk.

Ekki fær kollegi hans í hjarta varnarinna, Ibrahima Konate, mikið hærri einkunn og Steele segir að hann hreinlega verði að vera settur á bekkinn vegna slæmrar frammistöðu.

Um Slot var skrifað: „Liðið hans er í tómu tjóni og hann virðist ekki hafa nein svör."

Einkunnir Liverpool:
Giorgi Mamardashvili - 5,5
Curtis Jones - 5
Ibrahima Konate - 3,5
Virgil van Dijk - 3
Milos Kerkez - 4
Ryan Gravenberch - 4,5
Alexis Mac Allister - 4,5
Mohamed Salah - 4
Dominik Szoboszlai - 6
Cody Gakpo - 4,5
Hugo Ekitike - 6
(Alexander Isak - 3) - Inn á 61. mínútu
Athugasemdir
banner
banner