David Luiz skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í rúmlega átta ár þegar lið hans Pafos frá Kýpur gerði 2-2 jafntefli gegn Mónakó í gær.
Luiz skoraði 38 ára og 218 daga gamall en hann er því næstelstur til að skora í Meistaradeildinni síðan hún var stofnuð 1992. Portúgalski varnarmaurinn Pepe á metið en hann var 40 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Porto gegn Shaktar Donetsk 2023.
Luiz skoraði 38 ára og 218 daga gamall en hann er því næstelstur til að skora í Meistaradeildinni síðan hún var stofnuð 1992. Portúgalski varnarmaurinn Pepe á metið en hann var 40 ára og 290 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Porto gegn Shaktar Donetsk 2023.
Hinn hárprúði Luiz er fyrrum leikmaður Arsenal, Chelsea og brasilíska landsliðsins. Luiz hefur undanfarin ár leikið heima í Brasilíu en gekk í raðir Pafos í sumar frá Fortaleza.
Hann skoraði í gær með hörkuskalla eftir hornspyrnu.
Athugasemdir



