Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   mið 26. nóvember 2025 14:07
Elvar Geir Magnússon
Brotnaði niður og grét þegar hann játaði sekt sína
Paul Doyle.
Paul Doyle.
Mynd: CPS
Paul Doyle brotnaði niður og grét í dómssal þegar hann játaði sekt sína í því að hafa keyrt bíl sínum inn í hóp stuðningsmanna Liverpool sem voru að fagna Englandsmeistaratitli félagsins.

Doyle, sem er 54 ára gamall, játaði að hafa stofnað lífi fólks í hættu og alls sautján ákærur um tilraun til alvarlegs líkamstjóns af ásetningi, níu ákærur um að valda líkamstjóni af ásetningi og þrjár ákærur um líkamsárás af ásetningi.

Yfir 130 manns slösuðust þann 26. maí en þúsundir höfðu þá safnast saman á götum borgarinnar til að hylla meistaralið Liverpool sem keyrði um í þaklausri rútu.

Doyle er þriggja barna faðir og hélt niðurlútur um andlit sitt þegar hann játaði sekt sína. Hann var handtekinn á staðnum og ákærður seinna þá vikuna.

Ákærurnar snúa að 29 fórnarlömbum sem slösuðust, það yngsta sex mánaða og það elsta 77 ára. Dómur verður kveðinn upp um miðjan desember.
Athugasemdir
banner
banner