Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Vonar að Greenwood verði kallaður aftur í enska landsliðið
Mynd: EPA
Timothy Weah, leikmaður Marseille og bandaríska landsliðsins, vonar að Mason Greenwood fái kallið aftur í enska landsliðið, en þetta sagði hann í samtali við Sun/i>.

Greenwood hefur farið hamförum með Marseille á tímabilinu, skorað ellefu mörk og gefið fjórar stoðsendingar.

Hann hefur aðeins spilað einn A-landsleik með Englendingum, gegn Íslandi árið 2020, en talið er að hann eigi ekki afturkvæmt þangað.

Kærasta hans birti myndir og myndbönd af áverkum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og sakaði hann einnig um að hafa nauðgað sér, en málið var látið niður falla þar sem málið var ekki talið líklegt til sakfellingar.

Síðan þá hefur hann verið frábær og meðal annars orðaður við landslið Jamaíku, en Weah telur hann geta spilað aftur með Englandi.

„Það er sérstök tilfinning að tala um Mason því það er mjög sjaldgæft að deila velli með svona mögnuðum leikmanni og frábærri manneskju. Við erum orðnir mjög nánir síðan ég gekk í raðir félagsins og vonandi fær hann kallið aftur í landsliðið. Ég er ótrúlega stoltur af honum,“ sagði Weah við Sun.
Athugasemdir
banner
banner