Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Messi bragur“ á nýjustu stjörnu Bæjara
Lennart Karl er 17 ára gamall.
Lennart Karl er 17 ára gamall.
Mynd: EPA
„Það er Messi bragur á leikstíl hans þar sem þyngdarpunkturinn er svo neðarlega hjá honum. Hann getur tekið mjög hraða snúninga," segir íþróttafréttamaðurinn Taufig Khalil um ungstirnið Lennart Karl sem hefur slegið í gegn hjá Bayern München.

Karl er 17 ára gamall en Bayern fékk hann frá Eintracht Frankfurt þegar hann var 14 ára gamall. Hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í sumar en Real Madrid og Ajax höfðu sýnt honum áhuga.

Karl hefur skorað fyrir yngri lið eins og enginn sé morgundagurinn og vakti athygli fótboltaheimsins í síðasta mánuði. Með mörkum gegn Club Brugge og Borussia Mönchengladbach varð hann yngsti markaskorari Bayern í Meisaradeildinni og þriðji yngsti í Bundesligunni.

Í gær skoraði hann jöfnunarmark gegn Arsenal í 3-1 tapi. Hann hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn og vangaveltur um hvort hann gæti jafnvel farið með Þýskalandi á HM á næsta ári.

„Það varð fljótt ljóst að þessi strákur býr yfir sérstökum hæfileikum. Hann tekur hraða snúninga og minnir mann stundum á NFL leikmann," segir Khalil.


Athugasemdir
banner
banner