Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe með aðra fljótustu þrennuna
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe er kominn með þrennu fyrir Real Madrid gegn Olympiakos í Meistaradeildinni, sem er sú önnur fljótasta í sögu keppninnar.

Madrídingar lentu óvænt undir gegn Olympiakos í Aþenu, en Mbappe var ekki lengi að svara.

Hann jafnaði metin á 22. mínútu og náði að snúa taflinu við tveimur mínútum síðar. Á 29. mínútu fullkomnaði hann þrennu sína, en það tók hann aðeins 6 mínútur og 42 sekúndur að gera mörkin þrjú.

Þetta er önnur fljótasta þrenna í sögu keppninnar á eftir þrennu Mohamed Salah gegn Rangers árið 2022. Salah skoraði hana á 6 mínútum og 12 sekúndum.


Athugasemdir
banner
banner