Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að staða Arne Slot sé að færast nær því að vera óviðunandi. Hann skellir þó skuldinni fyrir slæmu gengi liðsins að stórum hluta á leikmenn.
Liverpool hefur tapað níu af síðustu tólf leikjum og þremur síðustu leikjum í röð með þriggja marka mun. Í gær tapaði liðið 1-4 á Anfield gegn PSV Eindhoven.
Carragher segir að leikmenn verði að stíga upp því Alisson Becker, Virgil van Dijk og Mohamed Salah; lykilmenn undanfarinna ára, séu ekki lengur að spila eins vel.
Liverpool hefur tapað níu af síðustu tólf leikjum og þremur síðustu leikjum í röð með þriggja marka mun. Í gær tapaði liðið 1-4 á Anfield gegn PSV Eindhoven.
Carragher segir að leikmenn verði að stíga upp því Alisson Becker, Virgil van Dijk og Mohamed Salah; lykilmenn undanfarinna ára, séu ekki lengur að spila eins vel.
„Hjá Liverpool fá sjórar tíma. Liverpool hefur aldrei rekið stjóra sem hefur unnið deildina. Aldrei. Eftir einhver ár hafa þeir sag upp og horfið á braut," segir Carragher.
„Ég hef alltaf talað fyrir því að halda trausti á stjórann. Ég er mjög reiður út í leikmenn í hreinskilni sagt. En hjá öllum félögum þá er stig þar sem staða stjórans er óviðunandi og það verður að bregðast við. Liverpool er ekki komið þangað að mínu mati þó ég veit að margir stuðningsmenn eru á öðru máli."
„Alisson er mikið meiddur, Van Dijk er ekki sami leikmaður og það er eins og fótleggirnir á Salah hafi horfið. Ég hef ekki gaman að því að gagnrýna þá því þeir eru goðsagnir hjá félaginu og ég tel að margt sem hefur verið sagt sé ósanngjarnt. Þú horfir alltaf til leiðtogana þegar það gengur ekki vel."
„Frammistaða leikmanna er ekki ásættanlegt fyrir fótboltafélagið Liverpool. Það er kannski áhyggjuefni að við séum að fá sýnishorn af framtíð Liverpool þegar Alisson, Van Dijk og Salah eru farnir."
Athugasemdir



