Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 14:21
Elvar Geir Magnússon
Kann vel við Heimi en segir að framhaldið verði skoðað
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
John Martin, yfirmaður fótboltamála hjá írska sambandinu, hrósar Heimi Hallgrímssyni fyrir úrslitin í síðasta glugga sem tryggðu Írlandi umspilssæti í baráttunni um að komast á HM.

Hann vill þó ekkert gefa upp framtíð og samningsmál Heimis og segir að fyrir jól verði sest niður og fyrsta árið undir stjórn Íslendingsins skoðað.

„Planið er að við setjumst niður fyrir jól og förum yfir það sem gerðist 2025. Það góða við Heimi að allt í kringum þetta er mjög jákvætt, viðræðurnar eru mjög jákvæðar," segir Martin í nýju viðtali.

„Það eru öll samskipti jákvæð og við setjumst niður með honum fyrir jól og skoðum stöðuna."

Martin var þá spurður hvort hann vildi halda Heimi?

„Ég kann mjög vel við hann. Hann hefur gert frábæra hluti ef þú skoðar sum úrslitin og einnig gögnin í kringum þau, sem er mjög mikilvægt að gera. Ég held að við höfum unnið tvo af sextán Þjóðadeildarleikjum áður en hann kom og svo fjóra af átta eftir að hann kom."

„Við höfðum aldrei unnið útileik í Þjóðadeildinni, hann hefur unnið tvo. Við höfðum ekki unnið lið úr efsta styrkleikaflokki í undankeppni í tíu ár. Hann hefur afrekað það."

Eftir frækna sigra gegn Portúgal og Ungverjalandi komst Írland í umspilið sem verður í mars. Írland þarf að vinna Tékkland á útivelli í undanúrslitum. Ef Írland vinnur þann leik koma annað hvort Danir eða Norður-Makedónar 'i heimsókn til Dublin í úrslitaleiknum um sæti á mótinu.


Athugasemdir
banner
banner