Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   fim 27. nóvember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill spila áfram á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jeppe Pedersen, sem skoraði sigurmark Vestra í bikarúrslitaleiknum gegn Val, hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, áhuga á því að spila áfram á Íslandi.

Hann er 24 ára danskur miðjumaður sem kom í Vestra sumarið 2024 og var lykilmaður í liðinu.

Samningur hans við Vestra rennur út í lok árs.

Fram hefur komið að Valur sé með hann á lista hjá sér. Hann er yngri bróðir Patrick Pedersen, markahæsta leikmanns í sögu efstu deildar.

Hann er uppalinn hjá Álaborg og lék á sínum tíma yfir 30 leiki fyrir yngri landslið Dana.
Athugasemdir
banner