Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Gueye og Keane boxuðu og féllust síðan í faðma
Mynd: EPA
Idrissa Gana Gueye og Michael Keane hafa slíðrað sverðin eftir dramatískt rifrildi sem kom upp í 1-0 sigri liðsins á Manchester United á Hill Dickinson-leikvanginum í Liverpool-borg í byrjun vikunnar.

Gueye sá rauða spjaldið fyrir að slá Keane í ótrúlegri uppákomu, en Gueye var fljótur að biðjast afsökunar eftir leik og var hún tekin góð og gild.

Á æfingu í dag voru leikmennirnir settir í 'hringinn' þar sem þeir tóku létt högg áður en þeir féllust í faðma.

Gueye tekur nú út þriggja leikja bann og mun því missa af leikjunum gegn Newcastle, Bournemouth og Nottingham Forest.

Everton er í 11. sæti með 18 stig eftir tólf leiki.


Athugasemdir
banner
banner