
Brynhildur Vala Björnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking Reykjavík.
„Það ríkir mikil gleði í herbúðum knattspyrnudeildar Víkings með nýjan tveggja ára samning Brynhildar Völu Björnsdóttur," segir í tilkynningu Víkinga.
Brynhildur er fædd árið 2001 og er uppalin í Víkingi. Hún á sigursælan feril að baki sem fyrirliði í yngri flokkum félagsins. Hún spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki 16 ára og hefur spilað 58 meistarflokksleiki.
HK og Víkingur ákváðu að slíta samstarfi eftir síðasta tímabil og mun Víkingur taka sæti liðsins í 1. deild. HK er í 2. deild.
Athugasemdir