Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 29. janúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gera vaxstyttu af Salah
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur verið algjörlega magnaður frá því hann gekk í raðir Liverpool frá Roma árið 2017.

Hann hefur verið markahæstur í ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö tímabil og hefur unnið nokkur persónuleg verðlaun. Núna ætlar Madame Tussauds, vaxstyttusafnið í London, að verðlauna Salah með vaxstyttu af Egyptanum.

Það er mikið af skemmtilegum vaxstyttum á safninu eins og til dæmis af bresku konungsfjölskyldunni og söngkonunni Dua Lipa.

Síðar á þessu ári mun svo koma stytta af Salah, hans fyrsta vaxstytta. Salah er búinn í mælingum og myndatöku fyrir undirbúning styttunnar.

Stuðningsmenn Liverpool, sem eru í London, munu geta skoðað vaxstyttuna Salah, og jafnvel tekið einhverjar góðar myndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner