Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 29. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dembele gæti misst af báðum leikjunum gegn Man Utd
Mynd: EPA

Franski kantmaðurinn Ousmane Dembele verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í sigri Barcelona gegn Girona í gær.


Barcelona vill ekki segja hversu lengi Dembele verður frá en atvinnumenn í fótbolta eru yfirleitt tvær til sex vikur að ná sér af álíka meiðslum.

Meiðslin eru því ekki alvarleg en Dembele missir af erfiðum leikjum gegn Real Betis, Sevilla og Villarreal og þá missir hann líklega af fyrri leiknum gegn Manchester United í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Hann gæti verið búinn að ná sér í tæka tíð fyrir seinni leikinn en það mun ekki koma í ljós fyrr en nær dregur.

Þetta eru slæm tiðindi fyrir Xavi og Barcelona þar sem Dembele hefur verið í miklu stuði og er kominn með 8 mörk og 7 stoðsendingar á leiktíðinni.

Dembele er 25 ára gamall og á 35 leiki að baki fyrir franska landsliðið. Hann hefur spilað 178 leiki á fimm og hálfu ári hjá Barcelona og skorað í þeim 40 mörk og gefið 41 stoðsendingu.

Upphaf ferils Dembele hjá Barcelona einkenndist af miklum meiðslavandræðum sem löguðust þó með tímanum.


Athugasemdir
banner
banner