Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 29. janúar 2023 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund endaði sigurgöngu Leverkusen
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Borussia Dortmund er í fjórða sæti þýsku deildarinnar eftir góðan sigur á útivelli gegn Bayer Leverkusen.


Dortmund endar þannig fimm leikja sigurgöngu Leverkusen, sem er um miðja deild með 24 stig eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.

Karim Adeyemi kom Dortmund yfir í fyrri hálfleik og varð Edmond Tapsoba fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í upphafi síðari hálfleiks.

Dortmund stóð uppi sem sigurvegari, 0-2, þrátt fyrir mikinn sóknarþunga Leverkusen í síðari hálfleik. Heimamenn áttu 11 marktilraunir eftir leikhlé án þess að koma boltanum í netið.

Leverkusen 0 - 2 Dortmund
0-1 Karim Adeyemi ('33)
0-2 Edmond Tapsoba ('53, sjálfsmark)

Schalke og Köln mættust í fyrri leik dagsins og gerðu markalaust jafntefli.

Botnlið Schalke sýndi yfirburði í leiknum en tókst ekki að nýta tækifærin sín gegn Köln sem situr um miðja deild eftir jafnteflið.

Schalke er með 10 stig eftir 18 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti í efstu deild.

Schalke 0 - 0 Köln


Athugasemdir
banner
banner
banner