Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Ein sú besta að snúa aftur á völlinn
Mynd: EPA
Spænska landsliðskonan Alexia Putellas er að snúa aftur á völlinn eftir erfið meiðsli en þetta staðfesti hún í viðtali á dögunum.

Putellas, sem var valin besta fótbolta kona heims árin 2021 og 2022, sleit krossband fyrir tveimur árum og missti þá af Evrópumótinu með spænska landsliðinu.

Það tók hana dágóðan tíma að jafna sig af meiðslunum en hún snéri ekki aftur á völlinn fyrr en í í lok apríl á síðasta ári.

Putellas hefur verið að spila meira sóknarsinnað hlutverk á þessari leiktíð, þar sem hún hefur oft á köflum spilað sem fölsk nía, en hún meiddist aftur í nóvember og hefur verið frá síðan.

Á dögunum var hún á bekknum í sigri spænska landsliðsins á Frakklandi í úrslitum Þjóðadeildarinnar og staðfesti hún að það væri stutt í endurkomu hennar.

„Mér líður mjög vel. Ég er ofur ánægð með að við náðum markmiðum okkar og nú ætlum við að vinna Ólympíuleikana. Ég get ekki beðið eftir að spila og það er ekki langt í að það verði að veruleika,“ sagði Putellas.
Athugasemdir
banner
banner
banner