Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 29. febrúar 2024 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Markaveisla í Egilshöll
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölnir 7 - 2 Smári
1-0 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('8 )
2-0 Tinna Sól Þórsdóttir ('14 )
3-0 María Sól Magnúsdóttir ('27 )
3-1 Oliwia Bucko ('39 , Mark úr víti)
4-1 Freyja Aradóttir ('54 )
5-1 Hanna Faith Victoriudóttir ('66 )
5-2 Katla Atladóttir ('72 )
6-2 Hanna Faith Victoriudóttir ('83 )
7-2 Minela Crnac ('85 , Sjálfsmark)

Fjölniskonur unnu magnaðan 7-2 sigur á Smára í C-deild Lengjubikarsins í Egilshöllinni í kvöld.

Þá sást snemma í hvað stefndi í leiknum. Júlía Katrín Baldvinsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir og María Sól Magnúsdóttir komu liðinu í 3-0 á innan við hálftíma áður en Oliwia Bucko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu undir lok hálfleiksins.

Freyja Aradóttir og Hanna Faith Victoriudóttir komu Fjölni í fjögurra marka forystu á tólf mínútna kafla áður en Katla Atladóttir náði í eitt mark fyrir Smára.

Hanna Faith bætti við fimmta marki Fjölnis og öðru marki sínu í leiknum á 83. mínútu áður en Minela Crnac kom boltanum í eigið net fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Góð byrjun hjá Fjölni í Lengjubikarnum en þetta var fyrsti leikur beggja liða. Þau leika í riðli 1 ásamt Álftanesi, Haukum og KH.
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 4 3 1 0 15 - 8 +7 10
2.    Fjölnir 4 3 0 1 16 - 7 +9 9
3.    Álftanes 4 1 2 1 8 - 10 -2 5
4.    KH 4 1 1 2 8 - 8 0 4
5.    Smári 4 0 0 4 4 - 18 -14 0
Athugasemdir
banner
banner
banner