sun 29. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Aron Birkir Stefánsson (Þór)
Mynd: Raggi Óla
Ben Woodburn faðmar Gareth Bale.
Ben Woodburn faðmar Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Sandor Matus.
Sandor Matus.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Birkir Heimisson.
Birkir Heimisson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lárus Orri Sigurðsson
Lárus Orri Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Birkir Stefánsson er Grenvíkingur sem leikur með Þór á Akureyri. Aron hefur verið aðalmarkvörður Þórsara undanfarin ár.

Aron varð fyrir meiðslum á dögunum en hann er ekki með slitið krossband eins og leit út fyrir í fyrstu. Í dag sýnir Aron Birkir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Aron Birkir Stefánsson

Gælunafn: Addi B

Aldur: 21

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016 í bikarnum á móti Völsungi

Uppáhalds drykkur: Sótsvart kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Haninn

Hvernig bíl áttu: á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Ozuna

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, mars, daim kúlur. Alvöru hax

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Góðan dag v/Covit 19 falla allir tímar niður hjá Eflingu sjúkraþj .Lokað verður fram yfir páska. 💤

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ben Woodburn

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sandor Matus

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Bjarni Aðalsteinsson.

Sætasti sigurinn: að vinna Fjölni í vítaspyrnukeppni í bikarnum 2018

Mestu vonbrigðin: Að missa af milliriðlinum með u17 vegna meiðsla

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birkir Heimisson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jakob Franz Pálsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sveinn Elías Jónsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hulda Björg Hannesdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Verð að henda þessu á Hermann Helga

Uppáhalds staður á Íslandi: Grenivík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í leik á móti HK, Loftur Páll skoraði screamer og ég hljóp alla leið upp í horn til að fagna með honum en Lárus Orri (járnkarlinn) var ekki sáttur með mig og sagði mér að drulla mér í markið. Fór varla út úr teignum restina af tímabilinu.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tek einn Brooklyn nine nine

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með NBA, Dominos deildinni og Olís deildinni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hvernig markmannshönskum ertu: One Glove.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég og stærðfræðin náðum ekki vel saman

Vandræðalegasta augnablik: 1-7 tap á móti Fjölni í fyrra

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Svein Elías, Jónas Björgvin og Jóhann Helga. Ég myndi síðan sitja bara og hlusta á þá rífast.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ætlaði ekki að vera markmaður en Hlynur Eiríks þjálfari spurði hvort ég vildi ekki vera markmaður og ég þorði ekki að segja nei og hef verið þar síðan.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Alvaro Montejo What a guy!

Hverju laugstu síðast: Lýg ekki

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Fer í vinnuna 8-12 svo fer maður heim í ræktina og svo dett ég aðeins í FIFA eða Cod.
Athugasemdir
banner
banner
banner