Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 29. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver verður í markinu hjá Þórsurum?
Lengjudeildin
Aron Birkir verður frá næstu vikurnar.
Aron Birkir verður frá næstu vikurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór á Akureyri er í leit að markverði fyrir tímabilið í Lengjudeildinni. Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari liðsins, staðfesti það í samtali við Fótbolta.net.

Markvörðurinn Aron Birkir Stefánsson glímir við hnémeiðsli en hann fór snemma leiks af velli þegar Þór mætti Völsungi í æfingaleik á dögunum. Aron þurfti að fara í aðgerð og verður hann frá næstu tíu til tólf vikurnar.

Auðunn Ingi Valtýsson, sem er á elsta ári í 2. flokki, varði mark Þórsara gegn KA í Kjarnafæðismótinu í síðustu viku og stóð sig vel. Orri segir að Þórsarar ætli sér að fá inn markvörð.

„Við eigum mjög öflugan strák sem heitir Auðunn. Hann er enn í 2. flokki en hann er alveg maður í að leysa þetta verkefni. Við erum að leita að öðrum markverði svo við getum verið með tvo góða," segir Orri.

„Það er mjög líklegt að við bætum við markverði, hvort sem það verður markvörður númer eitt eða tvö."

KA, nágrannar Þórs, gætu einnig skoðað það að fá sér markvörð. Daði Freyr Andrésson og Vladan Djogatovic voru bendlaðir við KA í innkastinu í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner