Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bryndís Lára æfði með Val - Enn ekki verkjalaus
Bryndís varði mark Þór/KA gegn Val í fyrra.
Bryndís varði mark Þór/KA gegn Val í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þriðjudag birtist frétt á mbl.is með fyrirsögninni 'Valskon­ur að fá mik­inn liðsstyrk'.

Í fréttinni segir að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem hefur varið mark Þór/KA undanfarin ár þegar heilsan leyfði, væri á leið til Íslandsmeistara Vals.

Fótbolti.net hafði samband við Bryndísi og hún staðfesti að hún hefði mætt á æfingu hjá Val. Aðspurð hvort einhverjar viðræður væru hafnar sagði Bryndís ferlið vera á byrjunarstigi og að hún gæti ekki tjáð sig frekar.

Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir varði mark Vals á síðasta tímabili en Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, sem var varamarkvörður á síðustu leiktíð, hefur verið lánuð til ÍBV.

Bryndís nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Þór/KA eftir tímabilið í fyrra. Hún sagði í viðtali við Fótbolta.net snemma í janúar að hún væri enn að glíma við meiðsli.

„Maður slysast til að hnerra og næsta hálftímann labbar maður um í 90 gráðu horni," sagði Bryndís í janúar en er hún orðin verkjalaus í dag?

„Nei ekki alveg. Þetta er upp og niður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner