Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. júní 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Groningen seldi 2100 ársmiða eftir komu Robben
Mynd: Getty Images
Hollenska félagið FC Groningen staðfesti um helgina að Arjen Robben myndi taka fram takkaskóna til að spila með félaginu á næstu leiktíð.

Hinn 36 ára gamli Robben hóf atvinnumannaferilinn hjá Groningen en gerði garðinn frægan með PSV Eindhoven áður en hann gekk í raðir Chelsea, Real Madrid og loks FC Bayern.

Endurkoma Robben til Groningen er strax byrjuð að bera jákvæð fjárhagsleg áhrif, en Groningen varð af miklu tekjutapi þegar hollenska deildin var aflýst vegna Covid-19.

Á fyrstu 24 tímunum eftir að Robben var kynntur seldi Groningen rúmlega 2100 ársmiða á heimaleiki sína.

Robben er goðsögn í Hollandi og skoraði 37 mörk í 96 leikjum á landsliðsferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner