Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. júní 2020 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Helgi Valur líklega fótbrotinn - Ferlinum lokið?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fylkir er að spila við nýliða Gróttu í Pepsi Max-deild karla þessa stundina og er staðan markalaus í síðari hálfleik.

Helstu tíðindi úr leiknum eru þau að Helgi Valur Daníelsson, fyrirliði Fylkis og fyrrum landsliðsmaður, gæti verið fótbrotinn.

Hann virtist snúa uppá hné eftir baráttu við Sigurvin Reynisson og var strax kallað eftir sjúkrabíl.

Helgi Valur er 39 ára gamall og mögulegt að ferli hans sé lokið ef um alvarleg meiðsli er að ræða.

Þetta er mikill skellur fyrir Fylki enda er Helgi Valur afar mikilvægur hlekkur í liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner