Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. júní 2020 10:01
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Rás 2 
Mótanefnd KSÍ fundar í dag - Kórónaveiran riðlar leikjaplaninu
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ fundar í dag en búið er að fresta mörgum leikjum í Pepsi Max-deildunum þar sem fjögur lið eru í sóttkví; Breiðablik, KR og Fylkir í kvennadeildinni og Stjarnan í karladeildinni.

Nefndin mun ráða ráðum sínum í dag og þá ætti að koma í ljós hvenær áætlað er að frestaðir leikir þessara liða fari fram.

„Þetta er ekkert bara að koma upp í knattspyrnunni. Þetta er að koma upp víða í Evrópu Það sést að smitum er því miður að fjölga aftur. Það hefur alltaf verið varað við því að það mætti búast. Knattspyrnan er bara þverskurður af samfélaginu. Þannig að ég held að þetta eigi því miður ekki að koma rosalega á óvart," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í morgunútvarpi Rásar 2.

Athygli vakti að tveir leikmenn Þórs léku ekki með liðinu í gær þar sem þeir vildu ekki taka áhættu á að smitast. Þór lék gegn Leikni Fáskrúðsfirði en Leiknismenn léku í síðustu viku gegn Stjörnunni í bikarnum.

„Við þvingum engan til að spila fótbolta, þetta fólk er ekki í vinnu hjá okkur. Það eru margir hverjir í vinnu hjá sínum félögum þannig að þetta eru mál sem þarf að skoða innan hvers félags," segir Klara.
Athugasemdir
banner
banner
banner