banner
   mán 29. júlí 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 14. umferðar: Fjórir í fjórða sinn
Loic Ondo er í liði umferðarinnar.
Loic Ondo er í liði umferðarinnar.
Mynd: Raggi Óla
Birgir Magnús er í liði umferðarinnar.
Birgir Magnús er í liði umferðarinnar.
Mynd: Hulda Margrét
14. umferðin í Inkasso-deildinni lauk á laugardaginn með 3-1 útisigri Fjölnis á Magna. Umferðin hófst á fimmtudagskvöldið með fjórum leikjum og á föstudagskvöldinu fór stórleikur Gróttu og Þórs fram sem endaði með 1-1 jafntefli.

Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka er þjálfari umferðarinnar en Haukar unnu mikilvægan 2-1 sigur á Fram á heimavelli eftir að hafa lent 0-1 undir.


Birgir Magnús Birgisson skoraði eitt af mörkum Hauka í leiknum og stóð vaktina vel í miðverðinum. Hjá Fram var Thiago besti leikmaður liðsins í leiknum.

Arnar Darri Pétursson markvörður Þróttar sá til þess að liðið fór með stig úr Ólafsvíkinni en Víkingur Ó. náði ekki að koma boltanum framhjá Arnari í markalausu jafntefli. Hjá heimamönnum var Vignir Snær Stefánsson öflugur í bakverðinum.

Afturelding náði í öflugan 1-0 sigur á Keflavík á heimavelli þar sem Loic Ondo stjórnaði varnarleik Aftureldingar eins og enginn væri morgundagurinn.

Í 1-1 jafntefli Gróttu og Þórs á Seltjarnarnesinu stóð þeir uppúr liðsfélagarnir í Gróttu, Axel Freyr Harðarson og Kristófer Orri Pétursson. Þá eru tveir Leiknismenn í liðinu en Leiknir fór til Njarðvíkur og náði þér í öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Þar skoraði Sævar Atli Magnússon bæði mörk Leiknis. Stefán Árni Geirsson átti einnig flottan leik fyrir Leikni.

Fjölnir heldur sigurgöngu sinni áfram í Inkasso-deildinni. Eftir að hafa lenti 0-1 undir gegn Magna snéru Fjölnismenn taflinu við og unnu að lokum 3-1 sigur. Þar skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson eitt mark eftir að Albert Brynjar Ingason lagði upp markið fyrir hann.

15. umferðin í Inkasso-deildinni hefst á morgun með fjórum leikjum og lýkur síðan á miðvikudaginn með tveimur leikjum. Það er mikil spenna bæði á toppi og botni deildarinnar.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner