Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júlí 2020 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Matti Villa gat lítið gert gegn Molde
Matthías var hjá Rosenborg í fjögur ár.
Matthías var hjá Rosenborg í fjögur ár.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Molde 4 - 1 Vålerenga
1-0 F. Aursnes ('28)
2-0 T. Christensen ('56)
3-0 O. Omoijuanfo ('78)
3-1 B. Finne ('86)
4-1 E. Hussain ('91)

Matthías Vilhjálmsson er fastamaður í byrjunarliði Vålerenga og var á sínum stað er liðið heimsótti Molde í norska boltanum í kvöld.

Molde stjórnaði fyrri hálfleiknum frá upphafi til enda en tókst aðeins að skora eitt mark. Seinni hálfleikurinn var talsvert jafnari en færanýting Molde mun betri og voru heimamenn komnir í 3-0 á 78. mínútu.

Matti gat lítið gert í yfirburðum Molde og var tekinn útaf á 88. mínútu.

Lokatölur urðu 4-1 fyrir Molde og er liðið í öðru sæti eftir sigurinn, tveimur stigum eftir toppliði Bodo/Glimt sem trónir á toppinum með fullt hús stiga og leik til góða.

Vålerenga er jafnt Odd í þriðja sæti deildarinnar, heilum níu stigum eftir Molde sem er að stinga af á upphafi tímabils.

Stöðutaflan:
1. Bodo/Glimt 10 leikir - 30 stig
2. Molde 11 leikir - 28 stig
3. Odd 11 leikir - 19 stig
4. Vålerenga 11 leikir - 19 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner