Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 29. júlí 2021 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Jón Dagur rekinn af velli fyrir að dýfa sér
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson hefur átt betri daga í boltanum en hann var rekinn af velli fyrir að dýfa sér í leik AGF gegn Larne í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Jón Dagur fékk gult spjald eftir aðeins átján mínútur og var farinn af velli átta mínútum síðar er hann reyndi að fiska vítaspyrnu.

Stuðningsmenn AGF voru æfir út í hann á samfélagsmiðlum en Larne vann fyrri leikinn 2-1 og því mikið undir.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og þýðir það því að Larne fer áfram en hægt er að sjá rauða spjaldið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner