Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson hefur átt betri daga í boltanum en hann var rekinn af velli fyrir að dýfa sér í leik AGF gegn Larne í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.
Jón Dagur fékk gult spjald eftir aðeins átján mínútur og var farinn af velli átta mínútum síðar er hann reyndi að fiska vítaspyrnu.
Stuðningsmenn AGF voru æfir út í hann á samfélagsmiðlum en Larne vann fyrri leikinn 2-1 og því mikið undir.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og þýðir það því að Larne fer áfram en hægt er að sjá rauða spjaldið hér fyrir neðan.
Er også bare glad for Thorsteinsson ikke kom mere til skade i situationen, end at han kunne gå fra banen selv… pic.twitter.com/MgCkbjeQEz
— Anders Boje Larsen (@anders_boje) July 29, 2021
Athugasemdir