Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. júlí 2022 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„KR-ingar sungu mikið um að fá Kjartan Henry inn á"
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason hefur talsvert verið á bekknum hjá KR í sumar og ekki verið að spila eins mikið og gert var ráð fyrir áður en tímabilið hófst.

Kjartan Henry skoraði sjö mörk í 17 leikjum á síðustu leiktíð eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku. Í sumar er hann búinn að koma við sögu í 12 leikjum en hann hefur aðeins byrjað sjö þeirra.

Það var rætt um það í síðasta þætti Innkastsins að KR-ingar í stúkunni á leiknum gegn Val á dögunum hefðu sungið um það að fá Kjartan inn á völlinn

„KR-ingar sungu mikið um að fá Kjartan Henry inn á í leiknum," sagði Sæbjörn Þór Steinke.

„Þeir voru að bíða eftir þessu og sungu mikið þegar hann kom inn á. Þeir eru að fá vinnsluna í Sigurði Bjarti, en Kjartan Henry coverar kannski ekki sama magn af grasi á 90 mínútum."

Kjartan kom inn á sem varamaður á 89. mínútu gegn Val. „Ég held að hann sé ekki hæstánægður," sagði Sæbjörn.

„Það voru einhverjir KR-ingar sem voru að setja spurningamerki við það að þeir voru að keppa á móti Val og Kjartan Henry geymdur á bekkum," sagði Elvar Geir Magnússon.

Kjartan er búinn að skora þrjú mörk í þessum 12 leikjum sem hann hefur komið við sögu í þetta sumarið.
Innkastið - Niðurlægingar á heimavöllum, rauð spjöld og formannspistill
Athugasemdir
banner
banner
banner