Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   sun 29. ágúst 2021 19:53
Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó um hjólhestaspyrnuna: Þetta var geggjað mark
Óli Jó á hliðarlínunni í sumar.
Óli Jó á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst við betri í 90 mínútur og er ótrúlega fúll að fá ekkert út úr leiknum en svona er fótboltinn stundum," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari FH eftir 1 - 2 tap heima gegn Víkingum í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Víkingur R.

„Mér fannst þetta geggjaður leikur hjá báðum liðum, frábærar aðstæður, blautt grasið og geggjaður leikur. Því miður fengum við samt ekkert út úr honum," sagði hann og hélt áfram.

„Við fáum færi til að skora mörk en skorum ekki, það vantar að skora. Mér fannst leikurinn fyrst og fremst frábær," sagði hann en er svona mikill missir að hafa ekki Steven Lennon til að skora frammi?

„Við stillum bara upp okkar besta liði, það þýðir ekki að velta sér upp úr því sem er ekki til. Þetta er liðið sem við erum með í dag, við stilltum upp fínu liði sem var með fína frammistöðu en því miður fengum við ekkert út úr því."

Björn Daníel Sverrisson kom inná sem varamaður í dag og skoraði geggjað mark með hjólhestaspyrnu.

„Þetta var geggjað mark hjá honum sem kryddaði leikinn. Það var mjög fallegt en gaf okkur ekkert," sagði Óli en þegar honum var bent á að hann hafi nú aldrei reynt svona svaraði hann: „Þá hefði þetta ekki verið neitt geggjað því þá væri búið að gera svona ef ég hefði einhvern tíma reynt það. Það var einn og einn sem gat þetta í gamla daga en það var bara möl þá svo menn gerðu þetta ekki þar."

Nánar er rætt við Óla í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar endalokin á tímabilinu og segist vilja sjá góða frammistöðu út tímabilið þó liðið komist ekki ofar í töflunni. Að lokum var hann spurður hvort hann væri að hugsa til lengri tíma með FH en hann samdi út tímabilið?

„Ég er bara að hugsa til loka tímabilsins. Þá fer ég til Spánar í golf og það kemur í ljós hvort ég hætti hér. Það er ekki í mínum höndum," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner