Keith Downie, fréttamaður Sky Sports í norður hluta Englands, segir nú vera góðar líkur á því að sænski framherjinn Alexander Isak gangi í raðir Liverpool frá Newcastle fyrir gluggalok.
Eigendur Newcastle gerðu sér ferð til Englands til þess að funda með Isak og teymi hans, sama dag og það mætti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Þar var gerð tilraun um að sannfæra Isak um að snúa aftur til æfinga, en það kom ekkert út úr þeim fundi og er Isak fastur á því að vilja yfirgefa félagið.
„Upplýsingarnar sem ég fékk af þessum fundi á mánudag voru þær að hann hafi ekki gengið allt of vel. Það var engin jákvæð lausn sem kom út úr þeim fundi. Í dag eru því fremur góðar líkur á því að Isak gæti yfirgefið Newcastle fyrir Liverpool,“ sagði Downie á Sky.
Downie og Craig Hope hjá Daily Mail hafa verið hvað mest áberandi þegar það kemur að framtíð Isak, enda báða vel tengdir inn í Newcastle.
Liverpool ætlar sér að bjóða aftur í Isak fyrir lok gluggans, en það mun líklega ekki gera það fyrr en Newcastle sækir framherja í stað Isak.
Athugasemdir