Kobbie Mainoo er sagður verulega pirraður yfir stöðu sinni hjá Manchester United. Hann hefur ekkert komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.
Ruben Amorim hefur sagt að Mainoo sé í samkeppni við Bruno Fernandes, fyrirliða liðsins, um sæti í liðinu.
Ruben Amorim hefur sagt að Mainoo sé í samkeppni við Bruno Fernandes, fyrirliða liðsins, um sæti í liðinu.
„Það þarf ekki neinn sérfræðing í líkamstjáningu til að sjá að hann er verulega pirraður," segir í grein The Athletic um Mainoo.
Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni þar sem spurningar hafa vaknað um spiltíma Mainoo í marga mánuði núna, eftir að Amorim tók við liðinu. Hann virðist ekki henta nægilega vel í kerfi Portúgalans.
Hinn tvítugi Mainoo er opinn fyrir því að yfirgefa United áður en glugginn lokar og hefur sagt liðsfélögum sínum frá því. Man Utd hefur jafnframt íhugað það í sumar að selja hann samkvæmt heimildum The Athletic.
Það er talið að United sé að biðja um 45 milljónir punda til að selja Mainoo áður en glugginn lokar í næstu viku.
Mainoo hefur aldrei verið nær því að yfirgefa Man Utd en The Athletic segir að það sé ekki bara spiltíminn hjá Amorim sem spili þar inn í. Viðræður við leikmanninn um nýjan samning hafa líka gengið illa.
Athugasemdir