
Í dag verður landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM 2026 tilkynntur. Framundan er heimaleikur gegn Aserbaídsjan og útileikur gegn Frakklandi.
KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar sem verður klukkan 13:15 og fylgst með honum í beinni lýsingu hér að neðan.
Leikir Íslands í riðlinum:
Föstudagur 5. september
18:45 Ísland - Aserbaídsjan
Þriðjudagur 9. september
18:45 Frakkland - Ísland
10. okt: Ísland - Úkraína
13. okt: Ísland - Frakkland
13. nóv: Aserbaídsjan - Ísland
16. nóv: Úkraína - Ísland

13:44
Fundinum er lokið
Guðmundur Aðalsteinn tekur nú viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem mun birtast hér á síðunni síðar í dag. Takk fyrir að fylgjast með.
Eyða Breyta
Fundinum er lokið
Guðmundur Aðalsteinn tekur nú viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem mun birtast hér á síðunni síðar í dag. Takk fyrir að fylgjast með.
Eyða Breyta
13:43
Markmannsmálin
Um Anton Ara: „Það er trikkí að vera þriðji markvörður í hóp. Það er kannski mjög ólíklegt að þú sért að fara að spila. Þú þarft að hafa kosti sem eru ómetanlegir, æfa á fullu og vera til taks fyrir þá leikmenn sem elska að skjóta á þig. Hann var mjög flottur í síðasta hóp."
Um samkeppnina hjá Hákoni og Elíasi: „Hákon átti stórleik í gær og Elías að spila vel fyrir Midtjylland."
Hvor spilar í landsleikjunum? „Það er mjög góður hausverkur að vera með þá báða, algjör veisla. Það er samkeppni hjá þeim eins og hjá mörgum öðrum. Samkeppni er af hinu góða og þeir ýta á hvorn annan."
Eyða Breyta
Markmannsmálin
Um Anton Ara: „Það er trikkí að vera þriðji markvörður í hóp. Það er kannski mjög ólíklegt að þú sért að fara að spila. Þú þarft að hafa kosti sem eru ómetanlegir, æfa á fullu og vera til taks fyrir þá leikmenn sem elska að skjóta á þig. Hann var mjög flottur í síðasta hóp."
Um samkeppnina hjá Hákoni og Elíasi: „Hákon átti stórleik í gær og Elías að spila vel fyrir Midtjylland."
Hvor spilar í landsleikjunum? „Það er mjög góður hausverkur að vera með þá báða, algjör veisla. Það er samkeppni hjá þeim eins og hjá mörgum öðrum. Samkeppni er af hinu góða og þeir ýta á hvorn annan."
Eyða Breyta
13:40
Hvernig er staðan á Aroni Einari?
„Hún er bara frábær. Hann hefur náð mjög góðu undirbúningstímabilinu og er fastamaður í sínu liði. Það eru jákvæð teikn á lofti. Hann verður í banni í fyrsta leik en hans reynsla verður okkur mjög dýrmæt í erfiðum útileik gegn Frökkum," segir Arnar.
Eyða Breyta
Hvernig er staðan á Aroni Einari?
„Hún er bara frábær. Hann hefur náð mjög góðu undirbúningstímabilinu og er fastamaður í sínu liði. Það eru jákvæð teikn á lofti. Hann verður í banni í fyrsta leik en hans reynsla verður okkur mjög dýrmæt í erfiðum útileik gegn Frökkum," segir Arnar.
Eyða Breyta
13:38
Um leikkerfið og spilamennskuna
„Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara að spila eins gegn Aserum á heimavelli og Frökkum á útivelli. Það væri alveg galið. Við þurfum að halda í það sem við höfum gert vel. Við höfum hækkað okkar þátt með boltann mikið á skömmum tíma, mér finnst pressan okkar mjög flott. Svo eru þættir sem eru að bögga mig, við erum að fá á okkur of mörg færi og erum ekki að skapa nægilega mikið. Þetta eru tvö atriði sem við viljum halda."
Eyða Breyta
Um leikkerfið og spilamennskuna
„Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara að spila eins gegn Aserum á heimavelli og Frökkum á útivelli. Það væri alveg galið. Við þurfum að halda í það sem við höfum gert vel. Við höfum hækkað okkar þátt með boltann mikið á skömmum tíma, mér finnst pressan okkar mjög flott. Svo eru þættir sem eru að bögga mig, við erum að fá á okkur of mörg færi og erum ekki að skapa nægilega mikið. Þetta eru tvö atriði sem við viljum halda."
Eyða Breyta
13:34
Sverrir Ingi er á bekknum í Grikklandi
„Það væri æskilegt ef hann væri búinn að fá fleiri mínútur. Það kemur á óvart að hann sé ekki að spila. En líkamlega er hann í toppstandi og ég hef ekki miklar áhyggjur af honum. Því miður fyrir okkur sem þjóð eru alltaf einhverjir leikmenn sem eru ekki að spila. Þetta er ekki eins og hjá Frakklandi og Englandi," segir Arnar.
Eyða Breyta
Sverrir Ingi er á bekknum í Grikklandi
„Það væri æskilegt ef hann væri búinn að fá fleiri mínútur. Það kemur á óvart að hann sé ekki að spila. En líkamlega er hann í toppstandi og ég hef ekki miklar áhyggjur af honum. Því miður fyrir okkur sem þjóð eru alltaf einhverjir leikmenn sem eru ekki að spila. Þetta er ekki eins og hjá Frakklandi og Englandi," segir Arnar.
Eyða Breyta
13:31
Um Albert Guðmundsson
„Samband okkar er frábært. Hann hefur staðið sig mjög vel síðan ég tók við. Við eigum inni hjá honum mörk og stoðsendingar en hann er einn af mörgum leikmönnum sem eru að læra inn á kerfi. Hann á enn eftir að finna meira jafnvægi og við þurfum að fá aðeins meira út úr honum á síðasta þriðjungi," segir Arnar.
Eyða Breyta
Um Albert Guðmundsson

„Samband okkar er frábært. Hann hefur staðið sig mjög vel síðan ég tók við. Við eigum inni hjá honum mörk og stoðsendingar en hann er einn af mörgum leikmönnum sem eru að læra inn á kerfi. Hann á enn eftir að finna meira jafnvægi og við þurfum að fá aðeins meira út úr honum á síðasta þriðjungi," segir Arnar.
Eyða Breyta
13:31
Arnar um nýliðana tvo; Daníel Tristan og Gísla Gottskálk
„Þetta eru ungir góðir leikmenn, þeir eru ekki bara þarna til að fylla upp í hópinn. Þeir eru að fara að gera sig gildandi. Malmö og Lech eru lið sem ég hef mætt, það er fjandsamlegt andrúmsloft að spila á þessum völlum. Þetta eru ungir töffarar sem hafa tekið skref upp á við og hver veit hversu langt þeir ná. Þeir koma með ferskleika inn í hópinn og mér finnst þeir eiga skilið að fá tækifæri. Sérstaklega miðað við hvernig við ætlum að spila þá henta þeir okkur gríðarlega vel."
Eyða Breyta
Arnar um nýliðana tvo; Daníel Tristan og Gísla Gottskálk
„Þetta eru ungir góðir leikmenn, þeir eru ekki bara þarna til að fylla upp í hópinn. Þeir eru að fara að gera sig gildandi. Malmö og Lech eru lið sem ég hef mætt, það er fjandsamlegt andrúmsloft að spila á þessum völlum. Þetta eru ungir töffarar sem hafa tekið skref upp á við og hver veit hversu langt þeir ná. Þeir koma með ferskleika inn í hópinn og mér finnst þeir eiga skilið að fá tækifæri. Sérstaklega miðað við hvernig við ætlum að spila þá henta þeir okkur gríðarlega vel."
Eyða Breyta
13:27
Arnar spurður út í að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki valinn
„Hann er búinn að standa sig vel í sumar en var ekki valinn í þetta skiptið. Það var ekkert smá erfitt að velja þennan hóp, það er gríðarlega mikið magn af leikmönnum sem eru að spila og það virkilega vel. Það var erfitt að velja þetta og Gylfi þarf að bíta í það súra epli að vera ekki valinn að þessu sinn," segir Arnar.
Eyða Breyta
Arnar spurður út í að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki valinn
„Hann er búinn að standa sig vel í sumar en var ekki valinn í þetta skiptið. Það var ekkert smá erfitt að velja þennan hóp, það er gríðarlega mikið magn af leikmönnum sem eru að spila og það virkilega vel. Það var erfitt að velja þetta og Gylfi þarf að bíta í það súra epli að vera ekki valinn að þessu sinn," segir Arnar.
Eyða Breyta
13:22
Arnar spurður út í valið á Andra Lucasi
Andri Lucas Guðjohnsen er ekki að fá mikinn spiltíma með Gent í Belgíu og Arnar er spurður út í valið á honum. Arnar segir að Andri sé í frábæru líkamlegu standi þó það væri auðvitað betra ef hann væri að spila meira.
Eyða Breyta
Arnar spurður út í valið á Andra Lucasi
Andri Lucas Guðjohnsen er ekki að fá mikinn spiltíma með Gent í Belgíu og Arnar er spurður út í valið á honum. Arnar segir að Andri sé í frábæru líkamlegu standi þó það væri auðvitað betra ef hann væri að spila meira.
Eyða Breyta
13:22
Gott að fá fyrirliðann aftur inn
Orri Steinn Óskarsson var ekki með í síðasta landsliðsglugga en Arnar fagnar því að endurheimta fyrirliðann. Orri skoraði fyrir Real Sociedad um helgina í spænska boltanum.
Eyða Breyta
Gott að fá fyrirliðann aftur inn

Orri Steinn Óskarsson var ekki með í síðasta landsliðsglugga en Arnar fagnar því að endurheimta fyrirliðann. Orri skoraði fyrir Real Sociedad um helgina í spænska boltanum.
Eyða Breyta
13:20
Þessi gluggi kemur aðeins of snemma fyrir Jóa Berg
Arnar segir að landsliðsglugginn komi aðeins of snemma fyrir Jóhann Berg sem er að byrjaður að æfa en ekki kominn í leikform. Hann segir valið á hópnum hafa verið erfitt. Jóhann spilar fyrir Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Eyða Breyta
Þessi gluggi kemur aðeins of snemma fyrir Jóa Berg
Arnar segir að landsliðsglugginn komi aðeins of snemma fyrir Jóhann Berg sem er að byrjaður að æfa en ekki kominn í leikform. Hann segir valið á hópnum hafa verið erfitt. Jóhann spilar fyrir Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Eyða Breyta
13:18
Arnar fagnar því að geta spilað heima á Íslandi
Segir tilhlökkun fyrir því að leika á Laugardalsvelli fyrir framan okkar áhorfendur. Hann er ánægður með það hvernig miðasalan fer af stað.
Eyða Breyta
Arnar fagnar því að geta spilað heima á Íslandi
Segir tilhlökkun fyrir því að leika á Laugardalsvelli fyrir framan okkar áhorfendur. Hann er ánægður með það hvernig miðasalan fer af stað.
Eyða Breyta
13:17
Fréttamannafundurinn er hafinn
Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari eru mættir í pontu.
Eyða Breyta
Fréttamannafundurinn er hafinn

Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari eru mættir í pontu.
Eyða Breyta
13:16
Laugardalsvöllur sjaldan litið betur út
Hybrid grasið fékk að njóta sín þegar bikarúrslitaleikurinn var spilaður síðasta föstudag.
Eyða Breyta
Laugardalsvöllur sjaldan litið betur út

Hybrid grasið fékk að njóta sín þegar bikarúrslitaleikurinn var spilaður síðasta föstudag.
Eyða Breyta
13:15
Hér er hópurinn í heild
Eyða Breyta
Hér er hópurinn í heild
27.08.2025 13:10
Landsliðshópurinn: Daníel Tristan ásamt bróður sínum í hópnum
Eyða Breyta
13:13
Mikilvægt að vinna fyrsta leik
Um er að ræða tvo fyrstu leiki liðsins í undankeppninni. Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og Frakklandi á Prinsavöllum í París þriðjudaginn 9. september. Úkraína er þriðja liðið í riðlinum.
Efsta liðið mun komast beint á HM 2026 en liðið í öðru sæti fer í umspil.
Það er alveg ljóst að fyrsti leikurinn, gegn Aserbaídsjan, mun örugglega skipta höfuðmáli upp á möguleika Íslands. Þar þarf að vinnast sigur.
Leikir Íslands í riðlinum:
Föstudagur 5. september
18:45 Ísland - Aserbaídsjan
Þriðjudagur 9. september
18:45 Frakkland - Ísland
10. okt: Ísland - Úkraína
13. okt: Ísland - Frakkland
13. nóv: Aserbaídsjan - Ísland
16. nóv: Úkraína - Ísland
Eyða Breyta
Mikilvægt að vinna fyrsta leik
Um er að ræða tvo fyrstu leiki liðsins í undankeppninni. Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og Frakklandi á Prinsavöllum í París þriðjudaginn 9. september. Úkraína er þriðja liðið í riðlinum.
Efsta liðið mun komast beint á HM 2026 en liðið í öðru sæti fer í umspil.
Það er alveg ljóst að fyrsti leikurinn, gegn Aserbaídsjan, mun örugglega skipta höfuðmáli upp á möguleika Íslands. Þar þarf að vinnast sigur.
Leikir Íslands í riðlinum:
Föstudagur 5. september
18:45 Ísland - Aserbaídsjan
Þriðjudagur 9. september
18:45 Frakkland - Ísland
10. okt: Ísland - Úkraína
13. okt: Ísland - Frakkland
13. nóv: Aserbaídsjan - Ísland
16. nóv: Úkraína - Ísland
Eyða Breyta
13:06
Ýmislegt áhugavert
Jóhann Berg Guðmundsson er að glíma við meiðsli og því ekki með. Daníel Tristan Guðjohnsen er í hópnum í fyrsta sinn en bróðir hans Andri Lucas Guðjohnsen er á sínum stað.
Gísli Gottskálk Þórðarson miðjumaður Lech Poznan gæti spilað sinn fyrsta landsleik. Umræða var um hvort Gylfi Þór Sigurðsson yrði í hópnum en hann er ekki valinn.
Eyða Breyta
Ýmislegt áhugavert
Jóhann Berg Guðmundsson er að glíma við meiðsli og því ekki með. Daníel Tristan Guðjohnsen er í hópnum í fyrsta sinn en bróðir hans Andri Lucas Guðjohnsen er á sínum stað.
Gísli Gottskálk Þórðarson miðjumaður Lech Poznan gæti spilað sinn fyrsta landsleik. Umræða var um hvort Gylfi Þór Sigurðsson yrði í hópnum en hann er ekki valinn.
Eyða Breyta
13:04
Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 7 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Logi Tómasson - Samsunspor - 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 21 leikur, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 24 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F. C. - 59 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 50 leikir, 3 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 5 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 35 leikir, 4 mörk
Þórir Jóhann Helgason - U. S. Lecce - 19 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 30 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 22 leikir, 3 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 41 leikur, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 4 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F. C. - 18 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 46 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgårdens IF Fotboll - 33 leikir, 2 mörk
Sævar Atli Magnússon - SK Brann - 6 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 34 leikir, 9 mörk
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 16 leikir, 7 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF
Eyða Breyta
Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 7 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Logi Tómasson - Samsunspor - 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 21 leikur, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 24 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F. C. - 59 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 50 leikir, 3 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 5 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 35 leikir, 4 mörk
Þórir Jóhann Helgason - U. S. Lecce - 19 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 30 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 22 leikir, 3 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 41 leikur, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 4 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F. C. - 18 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 46 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgårdens IF Fotboll - 33 leikir, 2 mörk
Sævar Atli Magnússon - SK Brann - 6 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 34 leikir, 9 mörk
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 16 leikir, 7 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF
Eyða Breyta
13:01
Fundurinn hefst klukkan 13:15
Guðmundur Aðalsteinn verður á honum fyrir hönd Fótbolta.net og mun spyrja Arnar Gunnlaugsson út í valið.
Eyða Breyta
Fundurinn hefst klukkan 13:15
Guðmundur Aðalsteinn verður á honum fyrir hönd Fótbolta.net og mun spyrja Arnar Gunnlaugsson út í valið.

Eyða Breyta
12:55
Velkomin í þessa beinu textalýsingu
Sæbjörn Steinke var með vangaveltur um það hvernig landsliðshópurinn gæti litið út.
Eyða Breyta
Velkomin í þessa beinu textalýsingu
Sæbjörn Steinke var með vangaveltur um það hvernig landsliðshópurinn gæti litið út.
21.08.2025 15:00
Mögulegur landsliðshópur Arnars - Ný nöfn í hópnum?
Eyða Breyta
Athugasemdir