
Aron Einar Gunnarsson, sem var landsliðsfyrirliði til margra ára, er í hópnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM gegn Aserbaídsjan og Frakklandi.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, segir að staðan á Aroni sé frábær en hann hefur strögglað með meiðsli síðastliðin ár.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, segir að staðan á Aroni sé frábær en hann hefur strögglað með meiðsli síðastliðin ár.
„Staðan á honum er bara frábær," sagði Arnar um Aron.
„Hann hefur náð mjög góðu undirbúningstímabilinu og er fastamaður í sínu liði. Þeir hafa breytt reglunum þannig að hann getur bæði spilað í deild, bikar og Meistaradeildinni í Asíu."
„Það eru jákvæð teikn á lofti að hann sé að ná mjög góðum styrk. Hann verður í banni í fyrsta leik en hans reynsla verður okkur mjög dýrmæt í erfiðum útileik gegn Frökkum."
Athugasemdir