Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Donnarumma gefur ekki upp vonina
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma er ekki búinn að gefa vonina upp á bátinn að hann yfirgefa Paris Saint-Germain fyrir gluggalok.

Donnarumma hefur verið tjáð af PSG að hann sé ekki í plönum félagsins. Hann var stórkostlegur á síðasta tímabili en Luis Enrique, stjóri PSG, vildi öðruvísi týpu af markverði.

Eins og staðan er núna, þá er Manchester City líklegasti kosturinn fyrir Donnarumm en það er bara möguleiki ef Ederson fer.

Ederson hefur verið orðaður við Galatasaray í Tyrklandi en það er ekkert víst að hann fari.

City og PSG hafa rætt saman um Donnarumma en það er mikill munur hjá félögunum varðandi verðmat leikmannsins.

James Trafford hefur byrjað fyrstu tvo leiki tímabilsins með City en hann var keyptur frá Burnley í sumar.

Donnarumma á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG en það er ekki útilokað að hann verði bara upp í stúku fram í janúar.
Athugasemdir
banner
banner