Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea lánar Anselmino til Dortmund (Staðfest)
Aaron Anselmino.
Aaron Anselmino.
Mynd: Dortmund
Chelsea hefur lánað argentínska varnarmanninn Aaron Anselmino til Borussia Dortmund.

Hann mun leika út núverandi tímabil í Þýskalandi með Dortmund.

Anselmino er tvítugur miðvörður frá Argentínu sem gekk í raðir Chelsea í fyrra frá Boca Juniors fyrir 15,6 milljónir punda.

Hann lék einn leik með Chelsea á síðasta tímabili en fer núna til Dortmund þar sem hann fær meiri spiltíma.

Ekkert kaupákvæði er í samningnum en Chelsea lítur á Anselmino sem framtíðarmann í vörninni.
Athugasemdir