
„Ég er gríðarlega spenntur. Grasið er í toppstandi, nánast á heimsmælikvarða. Loksins erum við komnir með alvöru grasvöll. Núna verða áhorfendurnir að fylgja eftir, mæta og styðja okkur í þessari erfiðu baráttu sem framundan er," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.
Í hádeginu í dag var landsliðshópur tilkynntur fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar og þar á eftir er útileikur gegn Frökkum.
Í hádeginu í dag var landsliðshópur tilkynntur fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í byrjun næsta mánaðar og þar á eftir er útileikur gegn Frökkum.
Það er gríðarlega mikilvægt að taka sigur gegn Aserbaídsjan í fyrsta leik, skiptir nánast öllu máli til að eiga möguleika á því að fara áfram.
„Ég er svo sammála þér. Það er erfitt að gera kröfu í alþjóðlegum fótbolta en við verðum að setja þá pressu á okkur að vinna þennan leik og stríða Frökkunum, spila góðan leik á móti þeim og þora að vera hugrakkir. Aserbaídsjan er leikur þar sem við verðum væntanlega miklu meira með boltann og við verðum að keyra á þá, búa til gryfju og fá háværan Laugardalsvöll. Við þurfum að gera þetta að óþægilegu kvöldi fyrir þá," segir Arnar.
„Þetta er föstudagskvöld og íslenska landsliðið að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM - hvað viltu meira? Þetta verður geggjað. Ég finn það eftir að hafa talað við strákana undanfarna daga að það er spenningur í hópnum. Leikmenn eru ferskir og þeim hlakkar til að mæta."
Spennandi hópur
Hópurinn er áhugaverður en það eru tveir nýliðar í honum; Daníel Tristan Guðjohnsen og Gísli Gottskálk Þórðarson.
„Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór inn á blaðamannafundinn var að líta aftur yfir listann og mér fannst hann sexý, sexý hópur einhvern veginn. Hann er ferskur og það er mikil orka í honum," sagði Arnar.
„Þessir ungu guttar sem þú nefndir hafa verið frábærir með sínum félagsliðum undir erfiðum kringumstæðum. Þeir spila fyrir félög sem eru mjög kröfuhörð og hafa byrjað tímabilið illa, en þeir hafa haldið sínu. Ég hef spilað á þessum völlum sjálfur með Víkingi og það er erfitt. Það þarf alvöru töffara, karaktera og leikmenn með stóra persónuleika til að þola þessa pressu. Ég er að velja þá af því að þeir eru góðir, ekki efnilegir."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir