
Albert Guðmundsson verður í lykilhlutverki þegar Ísland hefur leik í undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar.
Albert hefur sýnt flotta takta með landsliðinu en landsliðsþjálfarinn, Arnar Gunnlaugsson, gerir kröfur á leikmanninn öfluga.
Albert hefur sýnt flotta takta með landsliðinu en landsliðsþjálfarinn, Arnar Gunnlaugsson, gerir kröfur á leikmanninn öfluga.
„Samband okkar er frábært," sagði Arnar um Albert á fréttamannafundi í dag.
„Hann hefur staðið sig mjög vel síðan ég tók við. Mér finnst við samt eiga inni hjá honum mörk og stoðsendingar en hann er einn af mörgum leikmönnum sem eru að læra inn á nýtt kerfi."
„Ég man eftir því sjálfur þegar maður var tekníski leikmaðurinn og var að læra á kerfi. Maður var stundum að einbeita sér of mikið að varnarþættinum frekar en að leyfa frjálsræðinu að ráða ríkjum. Hann á enn eftir að finna meira jafnvægi að verða öflugari sóknarmaður sem hljómar fáránlega því hann er gríðarlega sterkur varnarframherji og taktískt mjög öflugur. Vð þurfum að fá aðeins meira út úr honum á síðasta þriðjungi og þá verð ég gríðarlega sáttur."
Athugasemdir