Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool áfram í viðræðum um „besta enska miðvörðinn"
Marc Guehi í baráttu við Mohamed Salah.
Marc Guehi í baráttu við Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool eru áfram í viðræðum um Marc Guehi, varnarmann Crystal Palace, núna þegar nokkrir dagar eru í að glugginn loki.

Liverpool er tilbúið að borga 30 milljónir punda til að kaupa Guehi sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Palace.

Þetta veltur á Palace, hvort þeir geti fundið góðan mann í staðinn fyrir Guehi. Leikmaðurinn hefur nú þegar samþykkt tilboð Liverpool.

Talið er að Liverpool sé bara með augun á Guehi sem stendur og ekki fleiri miðvörðum.

„Hann er besti enski miðvörðurinn í augnablikinu," sagði Clinton Morrison, fyrrum landsliðsmaður Írlands, um Guehi á Sky Sports í gær og bætti við að hann myndi án efa styrkja lið Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner